6986665
Um mig
Ég heiti Lovísa Kristín Einarsdóttir og starfa sem jógakennari, markþjálfi, reiki heilari og meistari.
Nafnið LovE sameinar bæði nafn mitt og það sem ég vil miðla: kærleika, tengingu og innri orku.
Ferðalagið mitt inn í heildræna heilun hófst fyrir alvöru árið 2017, þegar ég fór að skoða sjálfa mig og líf mitt af meiri dýpt. Ég fór í gegnum eigin reynslu, áföll og mynstrin sem höfðu mótað mig og lærði að horfast í augu við meðvirkni og takmarkandi trúkerfi sem ég hafði tileinkað mér. Með tímanum lærði ég að hlusta á innri röddina, ekki þá sem efast, heldur þá sem styður.
Í gegnum árangursríka vinnu með fagfólki, andlega þjálfun og stöðuga sjálfsrækt hef ég tengst eigin kjarna og fundið að það er mögulegt að breyta og blómstra. Þessi persónulega vegferð hefur veitt mér dýpri skilning og samkennd sem ég nýti í starfi mínu í dag.