top of page

Tímar í boði

main-qimg-fbd7c4353b0abe8887652e2ea514569b-lq.jpg

Reiki heilun er japönsk heilunarmeðferð með léttri snertingu.

Heilunin byggist á náttúrlækningakerfi sem hefur áhrif á lífsorkuna þína og allt sem henni viðkemur.

Reiki hjálpar til við slökun taugakerfis, eflir ónæmiskerfið, minnkar  kvíða, eykur núvitund, og getur létt á verkjum og spennu í líkamanum og stuðlar að bættum svefni.

Reiki hjálpar þér að öðlast vellíðan, friðsæld, innri ró, öryggi og slökun.

IMG_20210906_103041_799.jpg

Markþjálfun er samtalsmeðferð þar sem þú velur viðfangsefni til að ræða um og ég leiði þig áfram með spurningum. Þú færð rými til að skoða sjálfan þig, spegla þig og tengja saman hugsun og tilfinningar.


Markþjálfun vinnur með það hvar þú ert stödd/staddur í dag og hvert þig langar til að stefna. Skoða möguleikana og þær hindranir sem þú lætur stoppa þig í því sem þig langar að gera.

Markþjálfun vinnur á jafningagrundvelli og þú nýtur100% trúnaðar og trausts í hverjum tíma.

reiki.jpg

KAP Kundalini Activation Process er lifandi orkuflutningur sem hefst með vakningu Kundalini-orkunnar innra með þér. Í KAP stjórnar orkan sjálf ferðinni og opnar fyrir það sem þú ert tilbúin að taka á móti hverju sinni.

 

Ferlið fer fram í djúpri slökun á dýnu á gólfi eða á bekk, þar sem líkaminn, undirmeðvitundin og líkamsorkan fá að vinna á eigin forsendum. 


Í tímanum er spiluð há tónlist með mismunandi tíðni sem ýtir við líkamsorkunni.

Þú þarft enga fyrri reynslu af hugleiðslu eða andlegri iðkun. Upplifanir geta falið í sér líkamleg viðbrögð, tilfinningalega losun, djúpa tengingu við sjálfið eða innsýn, allt í takt við einstaklingsbundið ferli hverju sinni.

bottom of page